Rafsígarettur ný leið til þess að koma kannabisefnum í sig

Í viðtalið við visi.is 2. ágúst 2018 segir Valgerður Rúnarsdóttir, yfirlæknir á Vogi að næstum helmingur þeirra sem þangað koma og nota kannabis reglulega virðist fikta við að setja kannabisolíu með í rafretturnar sínar.
„Við tókum eftir því í fyrra að það voru margir að segja frá því að þeir notuðu kannabisolíu í rafsígarettu og er það nýtt hjá okkur. Við höfum gert könnun mánaðarlega um leið og við gerum verðkönnun og spurt út í þetta. Frá því við byrjuðum að athuga þetta í október á síðasta ári þá eru það sirka 20 prósent af öllum þeim sem koma til okkar sem hafa gert þetta, notað kannabisvökva í rafrettu,” segir hún.
Valgerður segir það yngsta hópinn, einstaklingar á aldrinu 20-30 ára, sem notar kannabis mest.
„Veipið er ný leið til að koma kannabisefnum í sig. Það kannski fylgir bara þessari nýju bylgju af reykingum, það er að segja þessum rafrettum,” segir hún.