Ráðgjöf vegna vanda
Snemmtæk íhlutun og ráðgjöf í heilsugæslu og félagsþjónustu er ein af þeim skilvirku aðgerðum sem geta komið í veg fyrir að fólk þrói með sér skaðlegt neyslumynstur, misnotkun eða ávana. Með snemmtækri íhlutun er átt við að brugðist sé sem fyrst við neikvæðum vísbendingum eða einkennum, eða áhyggjum af neyslu og/eða neysluvenjum. Benda má á heilsugæslulækna og ýmsa aðila sem sinna áfengis- og vímuefnaráðgjöf og hægt er að leita til með stuttum fyrirvara.
Höfum í huga að öll börn og ungmenni eiga rétt á að alast upp í umhverfi þar sem þau eru vernduð gegn neikvæðum afleiðingum áfengis- og vímuefnaneyslu.
Íhlutun/ráðgjöf
- Tótalráðgjöf – fyrir ungt fólk www.totalradgjof.is
- Foreldrahús, ráðgjöf og úrræði (FORELDRASÍMINN opinn allan sólarhringinn) www.foreldrahus.is
- SÁÁ, foreldraráðgjöf, meðferð og önnur úrræði www.saa.is
- Sjálfstætt starfandi sálfræðingar eða ráðgjafar