Kanna­bis­reyk­ing­ar á tán­ings­aldri geta aukið lík­urn­ar á þung­lyndi á full­orðins­ár­um um allt að 40%

 

Í niður­stöðum nýrr­ar rann­sókn­ar sem gerð var við Oxford-há­skóla tengja rann­sak­end­ur kanna­bis­reyk­ing­ar tán­inga við 60.000 þung­lynd­is­grein­ing­ar á síðasta ára­tug, eða um eina af hverj­um 14 grein­ing­um. For­eldr­ar eru hvatt­ir til að horfa ekki í gegn­um fing­ur sér þegar kem­ur að kanna­bis­reyk­ing­um barn­anna sinna, sér­stak­lega í ljósi þess að styrk­leiki efn­anna hef­ur auk­ist síðustu ára­tugi.

Talið er að um 4% ung­menna á aldr­in­um 11 til 15 ára á Englandi hafi reykt kanna­bis á síðustu fjór­um vik­um og stjórn­völd í Bretlandi því hvött til að for­gangsraða í þágu for­varna þar sem kanna­bis­reyk­ing­ar séu nú op­in­ber heilsu­far­sógn með „hrika­leg­um af­leiðing­um“.

Rann­sókn­in er byggð á ell­efu mis­mun­andi rann­sókn­um og tek­ur til yfir 23.000 manns frá tán­ings­aldri til 30 ára. Niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar sýna meðal ann­ars að ein­stak­ling­ar sem reyktu kanna­bis á tán­ings­aldri eru 37% lík­legri til að finna fyr­ir þung­lyndis­ein­kenn­um á aldr­in­um 18-32 ára en þeir sem ekki reykja kanna­bis. Þá er sami hóp­ur tal­inn þris­var sinn­um lík­legri til að vera í sjálfs­vígs­hættu.

Sjá frétt The Tel­egraph um niður­stöður rann­sókn­ar­inn­ar