,,Þegar ég fæ mér í fötu er það eins og að fá hamar í hausinn“

Nýlega kom út hjá Embætti landlæknis námsefni um kannabis og kannabisneyslu. Efnið er ætlað fagfólki og til notkunar í samtali við ungmenni um ney

ar í hausinn“slu kannabisefna. Leiðbeiningarnar geta einnig nýst í samtali um aðra heilsuhegðun og leiðina að breyttum viðhorfum og er alls ekki einskorðar við skólastarf.

Námsefnið veitir innsýn í hvernig ungmenni sem eru að hugsa um eða farin að fikta við kannabis hugsa og upplýsingar um mikilvægi hvatningar og hvernig hægt er að örva samtal um málefnið.

Hegðunarbreytingarferlinu er lýst og útskýrt mikilvægi þess að samtal við ungmenni taki mið af því hvar viðkomandi einstaklingur er staddur. Það hefur áhrif á framvindu samtalsins. Gefin eru dæmi um hugsanir, orðræðu sem ungmenni nota ásamt dæmum um algeng viðbrögð, ótta og einnig hvernig á að svara spurningum og gefa ráð. Einnig er fjallað um líkamleg, andleg og félagsleg áhrif þess að nota kannabisefni.

Stutt samtöl í minna en fimm mínútur geta stundum verið allt sem þarf til að setja af stað breytingarferli. Margt fagfólk hefur tækifæri til að tala um notkun vímuefna í sínu daglega starfi, svo sem félagsráðgjafar og starfsfólk í skólum eða í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi, en einnig læknar, hjúkrunarfræðingar eða sálfræðingar.

Börn og unglingar sem nota lögleg eða ólögleg vímuefni eiga von á að fullorðnir vilji ræða málið við þau. Mörg þeirra beinlínis ætlast til þess að við þau sé rætt um þessi málefni og að það sé gert af heiðarleika og sanngirni.

Hér fyrir neðan eru slóðir á námsefnið:

Samtal um KANNABIS

KANNABIS – Leyfðu staðreyndum að hafa áhrif

Samtal um KANNABIS-fylgiskjöl og viðaukar