Á móti lögleiðingu kannabis

Guðmund Fylkisson lögreglumaður er landsþekktur í hlutverki sínu við að hafa uppi á börnum sem runnið hafa út af spori velgengni og hamingju. Lesendur Fjarðarpóstsins í Hafnarfirði kusu hann sem Hafnfirðing ársins 2018.

Í viðtali sem Fjarðarpósturinn tók við Guðmund af því tilefni segir hann að um 20-30 börn í hverjum 4000-5000 einstaklinga árgangi fari út af brautinni og lendi t.d. á verkefnalista hans. Þar af séu 2-3 krakkar ótrúlega hömlulausir í að prófa hvaða efni sem er. „Þetta er ekki góð þróun. Þau blanda saman efnum til að draga úr óþægilegu áhrifum annarra efna; lyfsseðilsskyld lyf og fíkniefni. Þessi börn eru áhrifagjörn og þetta viðhorf hefur smitáhrif á milli þeirra. Hvaða áhrif mun þetta hafa á líkama þeirra, heilsu og heilann þeirra eftir 3-5 ár? Það er staðreynd að t.d. langavarandi kannabisneysla veldur geðveiki. Margir af þeim krökkum sem hafa prófað það einu sinni eru á geðdeild.“ Guðmundur segir endalausa jákvæða umræða með kannabis. „Ég hef ekki séð fulltrúa heilbrigðiskerfisins fara af stað með jákvæða umræðu um kannabis? Á meðan þeir gera það ekki þá vil ég ekki að þetta verði lögleitt. Það nægir mér að horfa upp á þá einstaklinga sem hafa tapað geðheilsunni.“