Ekki ráðlegt að nota kannabis og kannabínóíða til verkjastillingar
Viðamiklar rannsóknir tuttugu vísindamanna um tveggja hálfs árs skeið og náðu til yfir sjö þúsund manns leiða í ljós að kannabis sem inniheldur vímuefnið THC hefur engin áhrif við að draga úr sársauka.
Niðurstöðurnar byggja á einhverjum viðamestu rannsóknum um viðfangsefnið að því er fram kemur í orðum Lars Arendt-Nielsen, prófessors við Álaborgarháskóla í Danmörku, frumkvöðuls að rannsóknarverkefninu. Hann hefur sérhæft sig í rannsóknum á líkamsverkjum um árabil og er forseti Alþjóðlegra samtaka um rannsóknir á verkjum (IASP). Niðurstöður rannsóknanna er að finna í nokkrum greinum í vísindaritinu Pain.
IASP segir að enn skorti á þekkingu og upplýsingar sem þýði að þeir geti ekki sem stendur mælt með almennri notkun kannabisefna og kannabínóíða til að draga úr verkjum. THC og CBD eru dæmi um kannabínóíða.