Verður Noregur fyrst Norðurlanda til þess að ,,afglæpavæða“ kannabis?
Umræða er í Noregi um að slaka verulega á varðandi neyslu kannabisefna. Stjórnmálamenn þar í landi sem hafa tjáð sig um málið leggja þó áherslu á að ,,afglæpavæðing“ sé ekki það sama og lögleyfing. Þar á meðal er Sveinung Stensland, varaformaður heilbrigðisnefndar norska þingsins. Hann leggur áherslu á að breyting af þessu tagi taki tíma en viðhorfsbreytingin sé skýr, þ.e. að leggja beri aukna áherslu á heilbrigðshlið neyslunnar en draga úr áherslu á löggæslu og dómskerfið. Hann segir að taka þurfi á þeim sem eiga við vímuefnavanda að stríða sem sjúklingum en ekki sem afbrotafólki með sektum og fangelsisvist.
Stig Erik Sørheim, stjórnarmaður í NordAN og forseti Eurad. ,,Við höfum ekki ákveðið neitt ennþá,“ segir hann. ,,Meirihluta þingmanna er sammála um að fíkniefnaneytendur eigi að fá aðstoð frekar en refsingu. Þetta er hins vegar slagorðakennt. Auðvitað fá fíkniefnaneytendur heilbrigðisþjónustu og félagslega aðstoð nú þegar en þeir munu, þrátt fyrir að við afglæpavæðum neysluna, fá refsingar fyrir önnur afbrot.“
http://nordan.org/norway-plans-to-focus-its-drug-policy-toward-helping-instead-of-punishing/