Mikill meirihluti landsmanna andvígur lögleiðingu kannabisefna
MMR kannaði í byrjun apríl 2016 afstöðu Íslendinga til þess hvort geta ætti neyslu kannabisefna löglega á Íslandi. Einstaklingar 18 ára og eldri valdir handahófskennt úr hópi álitsgjafa MMR voru spurðir: Hversu fylgjandi eða andvíg(ur) ert þú því að neysla kannabisefna verði gerð lögleg á Íslandi? 987 svöruðu spurningunni, eða 92,9% þeirra sem spurðir voru. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust 76,8% andvígir lögleiðingu, en 23,3% hlynntir.
Ýmiss munur er á afstöðu til lögleiðingar kannabis eftir samfélagshópum, t.d. aldurs, kyns og stuðnings við stjórnmálaflokka. Hér má sjá nánari upplýsingar um könnunina.