Ekki hægt að leggja fullnægjandi sönnur á að marijúana geti haft jákvæð áhrif á alla þá sjúkdóma sem stuðningsmenn lögleiðingu kannabis halda fram
Í nýrri skýrslu frá National Academies of Sciences, Engineering, and Medicine eru birtar niðurstöður á viðamikilli samantekt á rannsóknum sem birst hafa frá árinu 1999 um heilsufarsáhrif kannabisefna. Rannsóknarnefndin sem vann skýrsluna skoðaði meira en tíu þúsund rannsóknir og setur fram tæplega eitt hundrað niðurstöður. Nefndin leggur einnig til leiðir til þess að auka gæði rannsókna á áhrifum kannabisefna og veltir upp ýmsum hindrunum í slíkum rannsóknum.
Birt á mbl.is 13. janúar 2017, sjá hér. Þar er einnig tengill á nánari upplýsingar um rannsóknina.