Mikill meirihluti Íslendinga áfram andvígur lögleiðingu kannabisefna

Engu að síður er meirihluti Íslendinga enn andvígur lögleiðingur þeirra. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 75,7% vera andvíg því að lögleiða neyslu kannabisefna, borið saman við 87,3% árið 2011 og 83,1% árið 2010.

Samkvæmt könnun sem MMR-Markaðs- og miðlarannsóknir ehf gerði í apríl síðastliðnum (2015) hefur dregið úr andstöðu við lögleiðingu á neyslu kannabisefna samanborið við hliðstæðar kannanir sem gerðar voru í nóvember 2011 og nóvember 2010. Engu að síður er meirihluti Íslendinga enn andvígur lögleiðingur þeirra. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 75,7% vera andvíg því að lögleiða neyslu kannabisefna, borið saman við 87,3% árið 2011 og 83,1% árið 2010.

Eins og í fyrri könnunum MMR eru karlar frekar hlynntir því að neysla kannabisefna verði gerð lögleg á Íslandi en konur og andstaðan við lögleiðingu eykst með auknum aldri. Þeir sem hafa lægri heimilistekjur eru líklegri til að vera fylgjandi lögleiðingu á neyslu kannabisefna en þeir sem hafa hærri heimilistekjur.

Sjá nánar um könnunina og eldri kannanir á vef MMR.