Almenningur er ekki jafn áhugasamur um breytingar og sumir stjórnmálamenn, ef marka má nýja könnun félagsfræðinganna Helga Gunnlaugssonar og Jónasar Orra Jónassonar.
Meirihluti andvígur afglæpavæðingu
Sjálfstæðismenn samþykktu á landsfundi um helgina ályktun um afglæpavæðingu, Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra hefur talað fyrir afglæpavæðingu. „Við eigum að skoða á hverjum tíma alla möguleika sem við eigum í stöðunni til þess að berjast gegn vímuefnavanda,“ segir Kristján. Hann vill þó bíða eftir niðurstöðu starfshóps sem var skipaður í fyrra, og vonast er til að skili niðurstöðu fljótlega.
Almenningur er hins vegar ekki jafn áhugasamur um breytingar og sumir stjórnmálamenn, ef marka má nýja könnun félagsfræðinganna Helga Gunnlaugssonar og Jónasar Orra Jónassonar, sem verður kynnt formlega á félagsvísindaráðstefnunni Þjóðarspeglinum í Háskóla Íslands á föstudag.