Kannabisneytendur eiga erfitt með að halda vinnu eða klára nám. Það sem einkennir þennan hóp eru auknar fjarvistir frá skóla og atvinnu. Nám þeirra varir stuttan tíma. Þeir lenda upp á kant í samfélaginu og meiri hætta erá að þeir ánetjist harðari eiturlyfjum.

Kannabisneytendur eiga á hættu að fá varanlegan heilaskaða

Kannabisreykingar valda heilsutjóni í Danmörku. Þeir sem nota fíkniefnið reglulega eiga á hættu að fá varanlega heilaskaða. Neyslan eykur líkur á að ungt fólk hrökklist frá námi. Þetta eru m.a. niðurstöður nýrrar danskrar rannsóknar á skaðsemi kannabis.

Talið er að allt að tvö prósent danskra ungmenna á aldrinum 15-25 ára eða um 17 þúsund manns séu kannabisneytendur. Í nýrri skýrslu nefndar danska vísindaráðsinsum skaðsemi kannabisfíknar segir að hætta sé á að neytendur frá varanlegan heilaskaða. Kannabis dregur úr hæfileikum til að skipuleggja, læra og muna segir Morten Grønbæk, yfirmaður Vísindaráðs Forvarna danska ríkisins og formaður Stofnunar Almannaheilsu við háskólann Syddansk Universitet.

Kannabisneytendur eigi erfitt með að halda vinnu eða klára nám. Það sem einkenni þennan hóp séu auknar fjarvistir frá skóla og atvinnu. Nám þeirra vari stuttan tíma. Þeir lendi upp á kant í samfélaginu og meiri hætta sé á að þeir ánetjist harðari eiturlyfjum. Auk heilaskaða geti kannabisreykingar leitt til andlegra sjúkdóma og kannabisfíklar eru í tvöfallt meiri hættu á alvarlegum geðsjúkdómum eins og geðrofi.

Fyrri rannsóknir hafa m.a. sýnt að tíminn glatast kannabisfíklum, þeir festast í geðsjúkdómum, eru í helmingi meiri hættu á að fá geðklofa en aðrir og eru þjakaðir af angist og áhyggjum.

Sjá frétt á vef RUV