Fjölmennt málþing um kannabis

Tæplega eitthundrað manns sátu málþing FRÆ um kannabis sem haldið var 13. nóvember síðastliðinn. Málþingið var hið seinna af tveimur sem Fræðsla og forvarnir standa að á árinu í samstarfi við Embætti landlæknis og velferðarráðuneytið. 1. júní í vor var haldið hliðstætt málþing en með öðrum fyrirlesurum og öðrum sjónarhornum. Fyrirlestrarnir frá því málþingi eru nú aðgengilegir hér á vefsíðunni undir Fræðslufyrirlestrar. Á þeirri vefsíðu er einnig að finna ýmsar upplýsingar sem varða kannabis.

Tilgangur málþinganna er að taka saman og vekja athygli á fyrirliggjandi þekkingu á áhrifum kannabisneyslu á einstaklinga og samfélag; auka færni þeirra sem þurfa að fjalla um kannabistengd mál og og gera þeim fært að mæta til umræðunnar með bestu fáanlegu fyrirliggjandi þekkingu.